Lín og líkklæði

Kistur eru bólstraðar með vönduðu mjúku efni en ákveða þarf hvort hinn látni skuli klæðast líkklæðum eða sínum eigin fötum. Útfararþjónusta getur útvegað líkklæði, lín, sæng og kodda ef óskað er. Kistum frá SB smíði fylgir sæng, koddi og blæja. Að sjálfsögðu er í boði að hinn látni sé með sína eigin sæng og kodda.