Ferli útfarar
Útförin er kveðjuathöfn. Nánustu aðstandendur hins látna sitja á fremstu bekkjum vinstra megin í kirkjunni en líkmenn sitja hægra megin. Sex til átta aðilar bera kistu hins látna. Kistan er borin út undir eftirspilinu. Þá þarf að ákveða hverjir það eru sem bera eigi blóm og kransa þegar kistan er borin úr kirkju.
Ferli útfarar gæti verið á þennan veg:
Forspil
Bæn
Sálmur eða tónlistarflutningur
Ritningarlestur
Sálmur eða tónlistarflutningur
Guðspjall
Sálmur, einsöngur eða einleikur
Minningarorð
Sálmur, einsöngur eða einleikur
Bæn/Faðir vor
Sálmur
Moldun
Sálmur
Blessun
Eftirspil
Eftir athöfn í kirkju er kistan borin út. Þeir kirkjugestir sem þekktu hinn látna náið taka þátt í líkfylgdinni í kirkjugarðinn.
Þar heldur athöfnin áfram:
Þegar um bálför er að ræða er kistan borin út að líkbíl þar sem kirkjugestir signa yfir kistuna eða kveðja á sinn hátt. Síðan er kistan borin í líkbíl.
Við greftrun er kistan borin úr bíl og að legstæði.
Prestur segir nokkur orð og fer með bæn.
Syrgjendur signa yfir kistuna.
Blóm eru látin til hliðar við leiðið. Þegar gröfin er frágengin eru blóm og kransar settir ofan á leiðið.