Við vitum að þegar andlát ber að höndum þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Við ástvinamissir gengur fólk í gegnum viðkvæmt og erfitt tímabil sorgar og söknuðar. Þá er gott að geta treyst á örugga og trausta þjónustu sem veitt er með alúð, virðingu og trúnaði.
Við hjá Útfararþjónustu Suðurnesja erum fjölskyldufyrirtæki sem byggt er á traustum grunni. Útfararstofan var stofnuð af Richard D. Woodhead 1999 en er í dag rekin af dóttur hans, Kristínu Richardsdóttur eftir að Richard settist í helgan stein vegna aldurs. Útfararþjónusta Suðurnesja leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með alúð og virðingu í huga.
Við komum til móts við óskir ættingja og hins látna og reynum eftir fremsta megni að útfæra athöfnina þannig að hún verð í anda hins látna. Við vitum að þegar andlát ber að höndum er í mörg horn að líta. Hafðu samaband og við hjálpum þér við að feta þá leið sem framundan er.
Síminn okkar er: 421-5333 og 893-8665.
Gott fólk