Við hjá Útfararþjónustu Suðurnesja erum fjölskyldufyrirtæki sem byggt er á traustum grunni. Útfararstofan var stofnuð af Richard D. Woodhead 1999 en er í dag rekin af dóttur hans, Kristínu Richardsdóttur eftir að Richard settist í helgan stein vegna aldurs. Útfararþjónusta Suðurnesja leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með alúð og virðingu í huga.
Í ljósi aðstæðna um þessar mundir er þjónusta Útfararþjónustu Suðurnesja með aðeins breyttu sniði. Vegna Covid-19 biðjum við ykkur um að senda okkur tölvupóst eða nota formið hér til hliðar á síðunni. Einnig er hægt að hringja og við hjálpum þér við að feta þá leið sem framundan er.
Síminn okkar er: 421-5333 og 893-8665.
Þegar um er að ræða bálför fer athöfnin fram eins og um hefðbundna útför sé að ræða. Ekki er farið í kirkjugarð að útför lokinni. Kistan er hins vegar oft borin út úr kirkjunni og viðstöddum boðið að signa yfir hana.
Í hefðbundinni afthöfn er kistan borin út í líkbíl að athöfn lokinni. Venjan er að líkbíll aki fremst í röð í kirkjugarð. Ekið er að grafreit í kirkjugarði, kistan borin að gröf og presturinn segir nokkur orð.
Leyfðu okkur að aðstoða þig í erfiðum aðstæðum. Við þekkjum ferlið og leiðbeinum þér við þá leið sem valin verður.
Hafa sambandVið vitum að þegar andlát ber að höndum þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Við ástvinamissir gengur fólk í gegnum viðkvæmt og erfitt tímabil sorgar og söknuðar. Þá er gott að geta treyst á örugga og trausta þjónustu sem veitt er með alúð, virðingu og trúnaði.