Panta símtal
Takk fyrir. VIð höfum móttekið erindi þitt.
Úps...eitthvað fór úrskeiðis, reyndu aftur. Takk.
Velkomin til okkar

Heildarþjónusta

Það er að mörgu að hyggja þegar andlát ber að höndum. Vertu í sambandi við okkur og við aðstoðum þig með það sem þarf að gera til að heiðra minningu látins ástvinar.

GátlistiLeiðir í boði
Fagleg þjónusta

mikilvæg atriði

Við aðstoðum með útfærslu á útförinni eins og ástvinir og/eða hinn látni hafa óskað eftir.

Fylgihlutir
Áralöng reynsla

Í öruggum höndum

Það er að mörgu að hyggja þegar andlát ber að. Vertu í öruggum höndum og leyfðu okkur að aðstoða þig á erfiðum tímum. Við þekkjum ferlið og höfum áralanga reynslu.

Athöfnin
Þjónusta við Suðurnesjamenn

Áralöng reynsla

Við hjá Útfararþjónustu Suðurnesja erum fjölskyldufyrirtæki sem byggt er á traustum grunni. Útfararstofan var stofnuð af Richard D. Woodhead 1999 en er í dag rekin af dóttur hans, Kristínu Richardsdóttur eftir að Richard settist í helgan stein vegna aldurs. Útfararþjónusta Suðurnesja leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með alúð og virðingu í huga.
Í ljósi aðstæðna um þessar mundir er þjónusta Útfararþjónustu Suðurnesja með aðeins breyttu sniði. Vegna Covid-19 biðjum við ykkur um að senda okkur tölvupóst eða nota formið hér til hliðar á síðunni. Einnig er hægt að hringja og við hjálpum þér við að feta þá leið sem framundan er.
Síminn okkar er: 421-5333 og 893-8665.

Um okkur
Fylgihlutir

Jarðsetning eða bálför

Fylgihlutir

Kirkjur á suðurnesjum

Bálför

Þegar um er að ræða bálför fer athöfnin fram eins og um hefðbundna útför sé að ræða. Ekki er farið í kirkjugarð að útför lokinni. Kistan er hins vegar oft borin út úr kirkjunni og viðstöddum boðið að signa yfir hana.

Jarðsetning

Í hefðbundinni afthöfn er kistan borin út í líkbíl að athöfn lokinni. Venjan er að líkbíll aki fremst í röð í kirkjugarð. Ekið er að grafreit í kirkjugarði, kistan borin að gröf og presturinn segir nokkur orð.

Hafðu samband

Við tökum vel á móti þér

Leyfðu okkur að aðstoða þig í erfiðum aðstæðum. Við þekkjum ferlið og leiðbeinum þér við þá leið sem valin verður.

Hafa samband
Persónuleg þjónusta

Með alúð í verki

Við vitum að þegar andlát ber að höndum þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Við ástvinamissir gengur fólk í gegnum viðkvæmt og erfitt tímabil sorgar og söknuðar. Þá er gott að geta treyst á örugga og trausta þjónustu sem veitt er með alúð, virðingu og trúnaði.

Hér erum við

Vesturbraut 8, 230 Reykjanesbæ

utfararthjonusta@simnet.is
421-5333 / 893-8665
Hagnýtt

Skoða gátlista

Hafa samband við útfararstjóra
Velja kirkju og prest
Öflun dánarvottorðs
Óskir hins látna varðandi útför
Ákveða líkklæði eða fatnað
Tónlist við kistulagningu
Tímasetningar
Gátlisti