Jarðsetning

Jarðsetning fer fram eftir athöfn í kirkju. Þá er kistan borin út í líkbíl og ekið í kirkjugarð. Líkfylgdin ekur í kirkjugarð, kistan er borin að gröfinni og jarðsett. Búið að er að ákveða hverjir aðstandenda bera kistuna frá líkbíl að gröfinni.

Bálför

Þegar bálfararleiðin er valin fer athöfnin fram eins og við venjulega útför nema ekki er farið í kirkjugarð að athöfn lokinni. Kistan er borin úr kirkju og viðstöddum boðið að að signa yfir hana eða kveðja á sinn hátt.